Senn líður að aðalfundi og sem stjórnarmaður í GK til fjölda ára hef ég ákveðið að láta gott heita. Þykir sjálfsagt mörgum nóg komið.
Þessi tími hefur verið mjög lærdómsríkur og gríðarlega skemmtilegur og stjórnin ávallt samstíga í því að gera það sem best er fyrir okkar góða klúbb.
Þar hefur íþróttastarfið verið í öndvegi og eigum við nú afburða keppnisfólk sem skarar fram úr hvar sem það keppir og á aðstaðan í Hraunkoti, auk frábærra kennara mestan þátt í því.
Hvaleyrarvöllur er umtalaður fyrir góða umhirðu og almenna snyrtimennsku og hafa vallarstarfsmenn unnið frábært starf undir forystu mjög svo hæfra vallarstjóra.
Sem formaður mótanefndar undanfarin ár vil ég þakka starfsmönnum í verslun, í veitingasölu, á skrifstofu og síðan en ekki síst í ræsingu fyrir þeirra hlut í að gera mótin á Hvaleyrinni einkar ánægjulega upplifun fyrir keppendur.
Arnar B. Atlason hefur ákveðið að gefa kost á sér sem formaður GK og vil ég lýsa mínum stuðningi við hann og það góða fólk sem hann vill hafa með sér í þeirri baráttu sem framundan er.
Áfram Keilir
Guðmundur Haraldsson