Frá og með 15. maí n.k. mun skráning og reglur fyrir æfingaskor breytast á golf.is.

Meðal breytinga :

– Meðspilari þarf að staðfesta skor kylfings
– Einnig þarf kylfingur að tilkynna fyrir leik að hann ætli að leika til forgjafar.

Skráning á æfingaskori:

 

Þú verður að tilkynna áður en þú hefur leik að þú ætlir að leika til forgjafar. Þú færð valmöguleika við skráningu í rástíma á golf.is hvort þú ætlir að leika 9 eða 18 holur til forgjafar.

Þegar þú skráir æfingaskorið að leik loknum þá þarf skrifarinn að staðfesta það. Þú merkir við á golf.is hver skrifarinn var og hann fær tilkynningu senda í tölvupósti að hann þurfi að staðfesta skorið þitt. Þegar skrifari hefur staðfest, þá mun skorið gilda til forgjafar.

Ef tilkynntur forgjafarhringur skilar sér ekki inn á golf.is eða skrifari staðfestir ekki innan 24 tíma þá færðu sjálfkrafa hækkun upp á 0.1 (0.2 í forgjafarflokki 5) punkta.

Forgjafarnefnd Keilis minnir félagsmenn sína á að í andyri golfskálans er tölva þar sem viðkomandi leikmenn geta skráð inn skor sitt strax að leik loknum og ritari staðfest skorið.

Athugaðu að ekki er hægt að setja inn æfingaskor sem ekki var tilkynnt áður en leikur hófst.