Einsog flestum er kunnugt var golfvallarstjóra staða Keilis auglýst á dögunum. Alls sóttu 6 aðilar um starfið og fyrir valinu var Bjarni Þór Hannesson.
Bjarni hefur víðtæka reynslu á golfvallarsviðinu. Síðastliðin 3 ár starfað sem vallarstjóri hjá Golfklúbbi Grindavíkur með eftirtektarverðum árangri, einnig starfaði Bjarni sem vallarstjóri hjá Leyni Akranesi árin 2002-2003 á meðan hann stundaði nám við Elmwood College í Skotlandi í golfvallarfræðum. Bjarni er eini Íslendingurinn sem hefur náð sér í M.Sc gráðu í Sports Turf Technology enn hann stundað nám við Cranfield háskólann sem hefur verið leiðandi á því sviði árið 2010. Bjarni hefur starfað erlendis á Sunningdale golfvellinum í Englandi og einnig Nashawtuc country club í Bandaríkjunum, sem haldið hafa golfmót á stærstu mótaröðum atvinnumanna.
Einnig eru breytingar á þjálfarateymi Keilis, enn Björgvin Sigurbergsson hefur ákveðið að minnka starfshlutfall sitt hjá Keili. Hann ætlar að snúa sér að smíðavinnu aftur, enn verður innan handar með sértækar æfingar fyrir afreksmenn Keilis. Við þökkum Björgvini kærlega fyrir góða vinnu sem hann hefur innleitt í þjálfun á vegum golfklúbbsins og óskum honum velfarnaðar á vettfangi sem hann þekkir mjög vel.