Vellirnir opnir

2012-10-24T10:52:11+00:0024.10.2012|

Kæru félagsmenn. Opnað verður í dag inn á teiga og sumarflatir á Hvaleyrinni og Sveinskotsvelli vegna góðviðris. Um leið og veður versnar verður völlurinn færður í vetrarbúning að nýju. Athugið að golfvellir Keilis eru nú einungis opnir Keilisfélögum. Vallarstjóri.

Bridge kvöldin byrja þann 25. október

2012-10-18T09:53:47+00:0018.10.2012|

Þá er komið að vetrarstarf Keilis fari á fullan snúning. Þar hefur fremst í flokki farið hin geysi vinsælu Bridge kvöld sem haldin eru af Guðbrandi Sigurbergssyni. Allir eru velkomnir og best er að félagar pari sig saman fyrir fyrsta kvöld. Svo verður hér seinna í vetur betur auglýst hvernig keppnirnar verða samsettar. Við minnum á [...]

Lokun golfvalla

2012-10-17T16:54:25+00:0017.10.2012|

Í kjölfar harðnandi næturfrosta höfum við lokað inná sumarflatir og teiga. Við biðjum kylfinga að ganga vel um völlinn og slá af vetrarteigum og inn á vetrarflatir á Hvaleyri og Sveinskotsvelli. Hrauninu hefur verið alfarið lokað.   Ef veður batnar metum við stöðuna og opnum fyrir leik á sumarflatir ef ástand leyfir.   Vallarstarfsmenn

Eru æfingar hjá þér markvissar?

2012-10-12T15:04:28+00:0012.10.2012|

Viltu mæta reglulega á golfæfingar undir handleiðslu kennara? Keilir ætlar að bjóða aftur uppá reglulegar golfæfingar í vetur fyrir Keilisfélaga. Markmiðið er að aðstoða hinn almenna félagsmann við að byggja upp markvissari æfingar yfir veturinn og þar með betri undirbúning fyrir golftímabilið næsta sumar.Tímar verða einu sinni í viku undir handleiðslu Jóhanns Hjaltasonar og Sigurpáls Geirs [...]

Go to Top