Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands í golfi hefur valið kvennalandslið sem leikur fyrir Íslands hönd á EM kvenna sem fram fer dagana 9.-13. júlí næst komandi. Mótið verður haldið á Fulford GC, á Englandi en 20 þjóðir taka þátt í mótinu. Leikinn er höggleikur fyrstu tvo dagana og raðað í A, B og C riðla (8, 8, og 4 þjóðir) eftir skori. Heimasíða mótsins.
Úlfar hefur einnig valið karlalið sem leikur í undankeppni EM eða Challenge Trophy dagana 11.-13. júlí. Auk Íslands eru Belgar, Tékkar, Eistar, Ungverjar, Rússar, Serbar, Slóvakar, Slóvenar og Tyrkir skráðir til leiks. Mótið er haldið á Golf & Spa Resort Kunětická Hora í Tékklandi. Þrjár efstu þjóðirnar fá þátttökurétt á EM landsliða á næsta ári. Heimasíða mótsins.
Eftirfarandi kylfingar skipa landslið kvenna:
Anna Sólveig Snorradóttir GK
Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR
Ragnhildur Kristinsdóttir GR
Signý Arnórsdóttir GK
Sunna Víðisdóttir GR
Eftirfarandi kylfingar skipa landslið karla:
Andri Þór Björnsson GR
Axel Bóasson GK
Guðmundur Ág. Kristjánsson GR
Haraldur Franklín Magnús GR
Ragnar Már Garðarsson GKG
Rúnar Arnórsson GK