Það ætti varla að hafa farið framhjá neinum kylfingi að veðurfar undanfarna daga hefur ekki verið hagstætt. Mikil næturfrost, allt niður í -6° C, hafa hægt verulega á vorinu. Spár fyrir næstu daga gera ráð fyrir því sama. Einnig er spáð sólríku veðri og litlum vind yfir daginn, sem eru fullkomnar aðstæður fyrir glugga- og dagdrauma golf, en því miður ekki góðar aðstæður til að opna golfvöll við.
Í ljósi veðurfars og spáa, þá höfum við tekið ákvörðun að færa opnun vallarins til fimmtudagsins 9. maí (uppstigningardagur). Hin árlegi vinnudagur fer þá fram um morguninn, og síðan verður opnunarmót haldið.
Við vonum að kylfingar sýni þessu skilning og vonum að haustið verði okkur gott, svo að við getum lengt golftímabilið í annan endann.