Ágætu félagar
Meðfylgjandi eru upplýsingar um golfdómara námskeið sem fram fara í apríl. Vinsamlega auglýsið þau í klúbbunum og komið á framfæri þar sem við á. Mikilvægt er að allir golfklúbbar hafi yfir dómurum að ráða og því nauðsynlegt að efla áhuga félagsmanna á mikilvægi þess að hafa menntaða golfdómara.
Héraðsdómaranámskeiðin fara fram með þeim hætti að haldnir eru 4 fyrirlestrar þar sem farið er í ákveðnar reglur og síðan er prófdagur þar sem farið er almennt yfir störf dómara. Hægt er að úr tveimur mismundandi prófdögum.
Héraðsdómaranámskeið:
1. fyrirlestur: þriðjudaginn 9. apríl kl. 19:30 – 22:00. Reglur 1, 2, 3, 6, 9, 10, 13 og 15
Fyrirlesarar: Hörður Geirsson og Sigurður Geirsson, alþjóðadómarar í golfi
2. fyrirlestur: fimmtudaginn 11. apríl kl. 19:30 – 22:00. Reglur 4, 5, 11, 16, 18, 19 og 20
Fyrirlesarar: Þórður Ingason og Þorsteinn Svörfuður, alþjóðadómarar í golfi
3. fyrirlestur: mánudaginn 15. apríl kl. 19:30 – 22:00. Reglur 7, 8, 21, 22, 24 og 25
Fyrirlesarar: Hörður Geirsson og Aðalsteinn Örnólfsson, alþjóðadómarar í golfi
4. fyrirlestur: miðvikudaginn 17. apríl kl. 19:30 – 22:00. Reglur 12, 14, 17, 23, 26, 27 og 28
Fyrirlesarar: Hörður Geirsson og Aðalsteinn Örnólfsson, alþjóðadómarar í golfi
Fyrri próf og lokafyrirlestur: laugardaginn 20. apríl kl. 10:00 – 12:30. Störf dómara og próf
Fyrirlesarar og prófdómarar: Sigurður Geirsson og Þorsteinn Svörfuður, alþjóðadómarar í golfi.
Síðara próf og lokafyrirlestur: þriðjudaginn 30. apríl kl. 19:30 – 22:00. Störf dómara og próf
Fyrirlesarar og prófdómarar: Sigurður Geirsson og Hörður Geirsson, alþjóðadómarar í golfi.
(ath. að hægt er að velja að taka próf 20. apríl eða 30. apríl.
Landsdómaranámskeið – próf:
Verður haldið 13. apríl 2013 og stendur frá kl. 10 til klukkan 16. Fyrirlesarar og prófdómarar verða Aðalsteinn Örnólfsson og Þorsteinn Svörfuður, alþjóðadómarar í golfi.
Gert er ráð fyrir að milli kl. 10 og 12 verði fyrirlestur um áhugaverða úrskurði R&A um golfreglum en landsdómaraprófið hefjist kl. 13 og lýkur kl. 16. Þeir sem áhuga hafa á því að þreyta þetta próf þurfa að gera ráð fyrir nokkru sjálfsnámi með því að kynna sér efni bókarinnar Decisions on the Rules of Golf fyrir námskeiðið.
Skráning er í netfangið info@golf.is og eins er hægt að hringja á skrifstofu GSÍ 514-4050 og skrá sig. Skráningafrestur fyrir bæði héraðsdómaranámskeið og landsdómaranámskeið er mánudagurinn 8. apríl.