Eldri kylfingar – 65+

Eins og undanfarin sumur var haldin mótaröð eldri Keilisfélaga. Annað árið í röð miðaðist aldur kylfinga við 65 ára og eldri.

Starfshópur sá um skipulag og framkvæmd mótsins.

Starfshópinn 2023 skipuðu Már Sveinbjörnsson, Lucinda Grímsdóttir, Björk Ingvarsdóttir, Erna Jónsdóttir og Gunnar Hjaltalín. Einnig störfuðu með hópnum Ólafur Þór Ágústsson og Vikar Jónasson ásamt öðrum starfsmönnum Keilis, eftir því sem við átti.

Mótaröðin eru 7 punktamót, haldin á fimmtudögum, dreift á sumarið og þar af skyldi eitt mótið haldið í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins. Rætt var við Golfklúbb Borgarness, en fallið frá því vegna verðlags.

Mótsdagar voru ákveðnir eftirfarandi fimmtudagar:

  1. júní, 22. júní, 13. júlí, 27. júlí, 10. ágúst , 24. ágúst og 7. september.

Mótin voru safnmót þannig að með þátttöku í þeim safna kylfingar stigum samkvæmt frammistöðu sinni í hverju móti fyrir sig og telja fjögur bestu mót hvers kylfings eftir sumarið til verðlauna.

Stig fyrir hvert mót reiknast þannig:

  1. sæti = 100 stig, 2. sæti = 80 stig, 3. sæti = 70 stig, 4. sæti = 60 stig, 5. sæti =

50 stig, 6. sæti = 40 stig, 7. sæti = 30 stig, 8. sæti = 20 stig, 9. sæti = 10 stig og

  1. sæti = 10 stig

Þátttakendur í mótaröðinni greiddu 2.000 kr. mótsgjald í hvert mót, 1.000 krónur voru fyrir súpu og brauð eftir hvert mót og 1.000 krónur, sem gengu óskert til verðlauna fyrir árangur í mótinu og heppni í útdrætti á lokahófi. Í lokamótið 7. september greiddu kylfingar 1.000 krónur og enga súpu. Afreksverðlaun eru inneignarbréf hjá Golfklúbbnum Keili og er hægt að nota þau í golfverslun og til að greiða upp í árgjöldin í klúbbnum.

Fyrir 1. sæti kvenna og karla eru verðlaunin 45.000 krónur
Fyrir 2. sæti karla og kvenna eru verðlaunin 20.000 krónur
Fyrir 3., 4. og 5. sæti kvenna og karla eru verðlaunin 10.000 krónur

Þátttaka í mótaröðinni í ár var mjög góð. Í ár léku 92 kylfingar samanlagt í öllum mótunum á móti 74 í fyrra. Samanlagt voru leiknir 274 hringir á móti 226 hringjum í fyrra. Meðalþátttaka í mótum sumarsins voru 39 kylfingar. Þar af léku 4 í öllum 7 mótunum, 7 kylfingar í 6 mótum, 12 kylfingar í 5 mótum og 11 kylfingar í 4 mótum. Aðrir léku í færri mótum.

Vinamót Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) Síðastliðinn vetur hafði Kristján Snædal, hjá (GKG) samband við Karl Ómar Karlsson hjá Keili og óskaði eftir því að Keilir og GKG lékju saman vinamót 65 ára og eldri.

Karl Ómar vísaði málinu til 65 plús starfshóps Keilis. Fyrra mótið var haldið á Leirdalsvelli 13. júlí og það síðara 24. ágúst á Hvaleyrarvelli. Lokahóf var haldiið, að kvöldi síðasta mótsdags, 7. september. Mæting í lokahófið var frá kl 19:30 og mættu 28 kylfingar og gestir. Már setti hófið kl. 20:15 með stuttu ágripi um mótahald sumarsins. Eftir ávarp Más báru Hrefna og starfsstúlkur hennar fram aðalréttinn, hægeldaðar, fylltar kjúklingabringur með gómsætu meðlæti. Þátttakendur keyptu sér sjálfir drykki í lokahófinu.

Eftir aðalréttinn var verðlaunaafhending.

Eftirtaldir kylfingar hlutu afreksverðlaun sumarsins:

  1. sæti konur: Guðrún Halldórsdóttir, 350 stig
    1. sæti karlar: Haraldur Örn Pálsson, 300 stig
    2. sæti konur: Erla Aradóttir, 330 stig
    2. sæti karlar: Stefán Jónsson, 280 stig
    3. sæti konur: Sigrún B. Magnúsdóttir, 260 stig
    3. sæti karlar: Helgi Guðmundsson, 220 stig / 100
    4. sæti konur: Edda Jónasdóttir, 230 stig
    4. sæti Karlar: Sigurgeir Marteinsson, 220 stig / 80
    5. sæti konur: Guðrún Steinsdóttir, 180 stig
    5. sæti karlar: Þórir Gíslason, 190 stig

Eftir afhendingu afreksverðlauna var dregið úr nöfnum þeirra sem ekki hlutu afreksverðlaun. Að verðlaunaafhendingunni lokinni var Vikari, Hrefnu og starfsfólki Keilis þökkuð ómetanleg aðstoð og hjálpsemi við mótahaldið. Síðan var borinn fram eftirréttur, heit súkkulaðikaka með ískúlu og jarðarberjum og kaffi með. Mótaröð Keilisfélaga 65 ára og eldri var síðan slitið og viðstöddum þökkuð koman á lokahófið.

Álitamál

Fram kom óánægja með að mótadagar mótaraðarinnar skyldu lenda á sömu dögum og t.d. sveitakeppni GSÍ og mótahald LEK. Verður það skoðað sérstaklega fyrir næsta ár og reynt eftir megni að sneiða hjá slíkum árekstrum. Fram kom spurning hvort kylfingar Keilis gætu mætt til leiks á Hvaleyri eftir vinamót Keilis og GKG og tekið þátt í mótaröð Keilis þann dag. Niðurstaðan að þessu sinni varð að það væri ekki hægt, vegna flækjustigs með uppgjör mótahaldsins, en um bæði vinamótin voru stofnuð sérstök mót og tekinn frá sérstakur tími fyrir mótin. Þetta þarf að taka til frekari skoðunar og ákvörðunar fyrir næst (u) ár. Í lokahófinu kom fram spurning um aðferðafræði við að reikna röðun jafnra leikmanna, þegar ræst er af öllum teigum. Almenna reglan er að reikna síðustu 9 brautir vallarins (10-18), þá 6, 3 og eina, eða varpa hlutkesti til að ákvarða röð leikmanna. Spurningin var hvort ekki væri eðlilegra að reikna síðustu brautir hvers leikmanns fyrir sig. Samkvæmt reiknireglu í GolfBoxinu eru úrslit reiknuð út frá síðustu brautum vallarins, en rétt væri að spyrja dómara um málið. Fleiri álitamál gætu verið og gott að koma með þau, ef einhver hefur heyrt um það.