Íþróttastarf Keilis

Skilgreining á öllu íþróttastarfi Keilis

Leikskólagolf:
Börn 5 ára og yngri

Golfleikjaskóli Keilis:
12 ára og yngri

 

Íþróttastarf Keilis:

– Börn 12 ára og yngri
– Unglingar 13 til 16 ára
– Ungmenni 17 til 21 ára

Golfakademía Keilis:
fyrir félagsfólk í Keili

Íþróttastarf eldri kylfinga
Kylfingar í liðum í 1. deild, 50 ára plús og 65 ára plús 

Afreksefnastarf
frá 13 ára aldri
Lið sem að keppa á Íslandsmótum golfklúbba fyrir Keili

Afreksstarf Team Keilir
16 ára og eldri
Lið Keilis í 1. deild kvenna og karla

Lögð er áhersla á að öllum kylfingum líði vel í starfinu okkar, á golfvellinum og að þeir fái kennslu við hæfi og að þeir njóti trausts og virðingar.

Í kennsluskrá á að leitast við að þjálfa upp grunnatriði í golftækni og auka færnina hjá mismunandi aldursstigum. Taka verður mið af þroska hvers og eins einstaklings í hópnum.

Barns- og unglingsárin eru tímabil andlegs, líkamslegs, og félagslegs þroska. Þau eru undirbúningur fyrir fullorðinsárin.

Á þessum mikilvægu árum er lagður grunnur að líkamlegu og andlegu atgervi einstaklings fyrir allt hans líf.

Þjálfunin á þessum árum ætti að vera fjölbreytt og sniðin að þörfum hvers og eins.

Fjölbreyttar þjálfunar- og kennsluaðferðir leiða til fjölhæfari kylfinga.

Markmið, uppbygging og kröfur um árangur eru aðrar en hjá fullorðnum. Varast skal að nota þjálfunaraðferðir sem henta einkum fullorðnu fólki. Börn eru ekki litlir fullorðnir.

Það sem fer miður á þessum mótunarárum er ekki hægt að bæta á fullorðinsárum nema að litlu leyti.

Að sjálfsögðu þarf að huga að félagslegum gildum eins og stundvísi, almennri kurteisi og að geta verið róleg/ur og hlustað á fyrirmæli.

Mikilvægt er að allir geti tamið sér almenna háttvísi og siði varðandi hegðun á golfvellinum og í golfskála.

Kennslu og æfingaskrá Keilis

Í kennsluskrá Keilis er bæði alhliða og sérhæfð golfþjálfun, stundvísi, almenn kurteisi, s.s. að geta verið rólegur og hlustað á fyrirmæli. Mikilvægt er að temja sér ýmsar reglur og siði varðandi hegðun á og við golfvöllinn og golfskála.

Í golfi er það svo að íþróttinni fylgja ýmsar reglur og siðir um hvernig hann er leikinn og almenna háttvísi. Það er nú þannig að hægt og rólega læra yngri kylfingar að leika eftir reglum íþróttarinnar. Á æfingum eru helstu reglur og siðir kynntir.

Ágætt grunnregla í mannlegum samskiptum er að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.

Leikskólagolf 5 ára og yngri

Fyrstu kynni af golfi verði jákvæð

Æfingar eru fjölbreytilegar og stuðli að bættum hreyfiþroska

Öll þjálfun fer fram í leikformi

Æfingar eiga að vera skemmtilegar

Allir fái jöfn tækifæri á að vera með og taka þátt

Íþróttastarf 12 ára og yngri

Æfingar eru fjölbreytilegar og stuðli að bættum hreyfiþroska

Vekja áhuga á golfi fyrir lífstíð

Aðaláherslan er þjálfun í tæknilegri færni

Æfingar eiga að vera skemmtilegar

Háttvísi og íþróttamannsleg framkoma er kennd

Allir fá i tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu

Myndaður er hópur með afreksefnum fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á því að verða betri í golfi

Íþróttastarf unglinga 13-16 ára

Æfingar eru fjölbreytilegar og stuðli að bættum hreyfiþroska

Tæknileg færni er viðhaldið við það sem áður var lærð

Auka skilning á því hvernig á að leika golf

Fræðsla um heilbrigðan lífstíll og hvernig á að æfa golf

Allir unglingar fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu

Hópur afreksefna heldur áfram.

Íþróttastarf ungmenna 17-21 ára

Æfingar eru alhliða og fjölþættar þannig að allir þjálfunarþættir eru teknir fyrir með tilliti til stöðu og hæfileika hvers einstaklings

Að val á milli íþróttagreina fari fram liggi áhugi til sérhæfingar

Sumir stefna að þátttöku sem afreksmenn, aðrir vilja iðka golf sem líkamsrækt eða vegna félagsskaparins

Að sérhæfð afreksþjálfun fari fram og æfingaálagið er aukið verulega

Að unglingurinn geri sér grein fyrir  því hvaða hugarfar, álag og hæfileika þarf til að ná árangri í afreksíþróttum

Þjálfari gerir samkomulag um þjálfun við kylfing sem vill leggja ýmislegt á sig til að verða betri.

 

 

Afreksstefna Keilis

Íþróttastarf eldri kylfinga
Kylfingar í liðum í 1. deild, 50 ára plús og 65 ára plús

 

Afreksefnastarf Keilis
frá 13 ára aldri
Lið sem að keppa á Íslandsmótum golfklúbba fyrir Keili

Afreksstarf Team Keilir
16 ára og eldri
Lið Keilis í 1. deild kvenna og karla

Til þess að Keilir fái fleiri kylfinga til þess að taka þátt í  afreksstarfinu hjá sér og komast í fremstu röð í íþróttum á Íslandi þarf að sinna fjölmörgum þáttum innan vallar sem utan.

Það þarf að tryggja samfellu á milli stefnu og framkvæmdar þannig að árangur verði betri. Keilir hefur verkfæri í höndunum til þess að ná sínum markmiðum og hverjar eru leiðirnar að settum markmiðum.

Mikilvægt er að iðkandi sé sinn eigin þjálfari í leik og starfi og taki ábyrgð á sinni þjálfun og æfingum með aðstoð frá golfþjálfarateymi Keilis:

Í afreksstarfi Keilis er mikilvægt að kylfingur:

– Skrifi undir samkomulag við Golfklúbbinn Keili varðandi þjálfun sína. Samkomulag er endurskoðað 2x á ári. Í gangi eru fimm samningar allt eftir því hvort þú ert atvinnukylfingur, landsliðskylfingur, keppniskylfingur eða afreksefni Keilis.

– Setji sér markmið og skrái hjá sér leiðir til að viðkomandi nái þeim markmiðum.

– Skili og fari eftir keppnisáætlun og æfingaskipulagi fyrir allt tímabilið. Mikilvægt að huga vel að endurheimt og hvíld í bland við æfingar og keppnir.

– Skili af sér skýrslu og tölfræði eftir hvert mót á mótaröð þeirra bestu.

– Notist við æfingar og verkefni í æfingabanka Keilis.

– Setji inn upplýsingar um sína eigin þjálfun og hvað var gert á æfingum í gegnum símann sinn.

Einkaþjálfun bæði við tækni sveiflunnar, stutta spilinu og pútt.

Huglæg þjálfun hjá íþróttasálfræðingi.

Þrekþjálfun, kraftur, styrkur, liðleiki og samhæfing.

Golfæfingar í Golfhermi.

Golfgreining frá Golfkylfur.is

Afrekstengdir styrkir og einnig eru veittir ferðastyrkir á mót innanlands og erlendis.

Golfteymi Keilis þar sem eru reynslumiklir þjálfarar og golfkennarar af báðum kynjum.

Heilbrigðisteymi Keilis sem samanstendur af sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum.

– Mikilvægt er að kylfingar á samkomulagi viti hvert framlag viðkomandi er varðandi:

–               á æfingum

–               í þátttöku í mótum

–               varðandi háttvísi og framkomu innan vallar og utan

–               vera til fyrirmyndar í öllu sem viðkemur golfíþróttinni

Eftirfylgni frá golfteyminu, fundir og samtöl.

Grunnþættir í afreksstarfi Keilis:

  • SAMVINNA – TRAUST – SKIPULAG – EFTIRFYLGNI

Uppbygging afreks og afreksefnaþjálfunar á að vera gagnrýnið, uppbyggilegt og umfram allt gagnlegt fyrir alla aðila sem að afreksstarfinu koma.

  • UNDIRSTÖÐUÞÆTTIR

„Golf er framkvæmd undirstöðuatriða“

Geta er framkvæmd undirstöðuþátta leiksins í tengslum við líkamlega, sálfræðilega, og félagslega þætti.

  • LEIKFRÆÐILEGIR ÞÆTTIR

„Það eru undirstöðuatriðin sem skila árangri”

Leikfræðilegur árangur ræðst af leikskilningi kylfingsins og færni hans í undirstöðuþáttum leiksins.

  • LÍKAMLEGIR ÞÆTTIR

„Líkaminn er verkfæri íþróttamannsins”

Enginn kylfingur með metnað, ætti að vanmeta það að vera í góðu formi.

Allir ættu að sjá það í hendi sér hve mikilvægir þessir þættir eru fyrir afrekskylfinginn eða hinn almenna kylfing.

  • SÁLFRÆÐILEGIR ÞÆTTIR

„Eftir höfðinu stjórnast útlimirnir”

Áhugi – metnaður og vinnusemi er forsenda að getu og betri árangri

  • FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR

„Virðing – kurteisi – gaman”

Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.

Mikilvægt er að geta sett sig í spor annarra.

Hafðu áhrif á aðra og umhverfi þitt.

Heildartölur iðkenda sl. ár.

Lokaorð frá íþróttastjóra Keilis

Íþróttastarf barna og unglinga er uppeldisstarf. Þar læra börn og unglingar að fylgja settum reglum og tileinka sér hollar lífsvenjur.

Íþróttaþjálfarar og foreldrar hafa því mikilvægu uppeldishlutverki að gegna. Mikilvægt er að þeir séu meðvitaðir um þetta hlutverk og séu vel undir það búnir. Allt sem þeir segja og gera felur í sér skilaboð til krakka.

Að vera kylfingur er margþætt og slungið hlutverk og reynir bæði á samskiptahæfni og siðferði hvers einstaklings.

Það er í anda íþróttarinnar að kylfingur sýni góða framkomu, kurteisi, tillitssemi og sannan íþróttaanda jafnt innan vallar sem utan.

Kylfingur hlær ekki að óförum keppinautar eða samherja heldur aðstoðar hann eftir fremsta megni.

Börn og aðrir kylfingar læra heiðarleika og háttvísi af því að leika golf. Þú ert þinn eigin dómari í leik og svindl kemur ekki til greina. Kylfingur lærir að bera ábyrgð á hegðun sinni og framkomu.

Kylfingar læra það að boltar og kylfur eru hættuleg tæki og það er nauðsynlegt að fara varlega og huga að eigin öryggi og annarra og nýta kunnáttuna á aðra þætti lífsins.

Golf krefst mikillar einbeitingar og barn lærir að virkja ímyndunaraflið bæði á golfvellinum og við æfingar.

Það er allt í lagi að gera mistök í golfi og þau eru hluti af leiknum og þau eru til þess að læra af og gera betur næst. Kylfingar læra að taka mistökum af auðmýkt og láta ekki brjóta sig niður, hvorki frá eigin hendi né annarra.

Að ná árangri og verða betri kylfingur getur tekið sinn tíma. Til að ná árangri verða kylfingar að vera reiðubúnir að æfa mikið og halda æfingum stöðugum og til streitu, auk þess að hafa hugann opinn í kennslu og þjálfun.