Leiknir hringir

Leiknir voru 34.194 hringir á Hvaleyrarvelli þetta sumarið sem er 4% minna en árið áður. Spilar þar inn að sjálfsögðu að völlurinn opnaði rúmum 2 vikum seinna í ár.

Alls voru 1.228 félagsmenn sem spiluðu Hvaleyrarvöll í ár. Meðalfjöldi spilaðra hringja per félagsmann var rúmlega 15 og voru 624 félagsmenn, eða ríflega 50% sem spiluðu 15 hringi eða fleiri.

Óhætt er að segja að rástímanýting sé góð á Hvaleyrarvelli. Yfir allan daginn er nýtingin 74% og þegar horft er á tímana milli 9:00 og 17:00, þegar mest lætur á, er verið að nýta 86% af þeim rástímum sem eru í boði.

91.5% af rástímum félagsmanna voru staðfestir og fer niður um 1% frá því í fyrra

Leiknir voru 11.131 hringir á Sveinskotsvelli í ár og jókst aðsóknin verulega á milli ára en í fyrra voru leiknir þar 8.711. Aukningin er því um 28% frá árinu áður

Hvaleyrarvöllur - Leiknir hringir

Sveinskotsvöllur - Leiknir hringir