Kvennanefnd

Í stjórn kvennanefndar Keilis 2023 voru Elín Soffía Harðardóttir, formaður, Kristín Geirsdóttir, Nína Edvardsdóttir, Rósa Lyng Svavarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir og Sigurlaug Jóhannsdóttir.

Árið hófst með púttmótaröðinni og lokahófs hennar en alls tóku 55 konur þátt í púttinu.

Við fengum Hörður Geirsson og Þórdísi Geirsdóttir til þess að vera með reglukynningu fyrir Keiliskonur og var mætingin mjög góð.

Miðvikudagsmótaröðin var á sínum stað hjá Keiliskonum í sumar og tóku yfir 100 konur þátt í mótaröðinni í fjórum forgjafarflokkum, þremur á Hvaleyrarvelli og einn á Sveinskotsvelli. Uppskeruhóf mótaraðarinnar var svo í lok september. Á þeim tímamótum hætti Elín Soffía störfum í stjórninni og þökkum við henni kærlega fyrir hennar frábæra starf fyrir kvennanefndina. Rut Sigurvinsdóttir kom inn í nefndina í staðinn og Rósa Lyng Svavarsdóttir tók við formennsku af Elínu.

Í júní var árlegt vinkonumót Keiliskvenna við Oddskonur þar sem spilaður var einn dagur á hvorum velli. Að loknum seinni deginum var kvöldmatur og verðlaunaafhending. Alls tóku um 80 konur þátt í mótinu.

Í ágúst var svo Opna kvennamót Keilis með um 150 þátttakendum en þetta er með flottustu kvennamótum á landinu með mjög veglegum vinningum. Meirihluti kvennanna mætti síðan á verðlaunaafhendingu og kvöldverð um kvöldið.

Í september var síðan haustferð Keiliskvenna. Tæplega 100 konur fóru og spiluðu Leiruna á Suðurnesjum. Lokahóf var haldið um kvöldið á Park Inn hóteli í Reykjanesbæ. Golfmót haustferðarinnar er þannig að öllum konunum er skipt í tvö lið, Ameríku og Evrópu, sem keppa um sigur og í þetta sinn var það lið Evrópu sem vanni keppnina.