Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Keilir hefur verið fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá árinu 2017. Eitt af fyrstu verkefnum í starfi sem íþróttastjóri Keilis var að gera golfklúbbinn að fyrirmyndarfélagi ÍSÍ og skiptir það okkur miklu máli að fá endurnýjunina í dag til að geta vísað í á einum stað, stefnur, markmiðum, þjálfunaraðferðir og öllum þeim fjölmörgu atriðum sem að tengist öllu okkar góða starfi
Þetta er tvímælalaust gæðastimpill og fyrir okkur skiptir það enn meira máli að sýna í verki að allt sé til fyrirmyndar í öllu okkar íþróttastarfi.
Ein af stóru breytingunum varðandi það að Keilir er enn á ný fyrirmyndarfélag ÍSÍ er að útnefningin nær til alls íþróttastarfs innan Keilis en ekki til íþróttastarfs barna og ungmenna.
Keilir er fyrirmyndarfélag næstu fjögur árin 2024-2027.
Hér er efnisyfirlit frá verkefninu sem unnin var af íþróttastjóra Keilis og er afurð þess að Keilir fékk gæðastimpilinn sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
„Keilir hefur verið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá árinu 2017 og skiptir það klúbbinn miklu að geta vísað í á einum stað, stefnur, markmið, þjálfunaraðferðir og fleira sem tengist starfinu“
„Þetta er afar mikilvægt og sýnir ákveðin gæðastandard gagnvart þjálfurum, foreldrum og forráðamönnum, öllum kylfingum á hvaða aldri sem er og styrktar- og stuðningsaðilum Golfklúbbsins Keilis“
„Þetta er tvímælalaust gæðastimpill og fyrir okkur skiptir þetta enn meira máli að sýna í verki að allt sé til fyrirmyndar í öllu okkar íþróttastarfi“
Karl Ómar Karlsson, Íþróttastjóri Keilis